User:Evalindgud

From Wikipedia, the free encyclopedia

Spænskur Makríll[edit]

From Wikipedia, the free encyclopedia

Spænskur makríll (fræðiheiti:Scomber japonicus), er í ættbálk Borra sem er stór og fjölbreyttur ættbálkur en ekki algengur hér á landi. Chub makríll er nauða líkur Atlantic chub mackerel makrílnum og því auðvelt að rugla þeim saman, því er nauðsynlegt að vita útlits og líffræðilega muninn á þeim. Makrílættin saman stendur af makríl, túnfiskur og sardínum. Fjölskyldan saman stendur af 51 tegund og í 15 ættkvíslir og 2 undirættum. Makríll er algengt nafn sem gefið er tegund af uppsjávarfiskur. Hann er mest veiddi makríllinn í Scombroid fjölskyldunni.

Útlit[edit]

Chub mackerel

Þar sem lítill munur er á Spænska makrílnum og öðrum [makríll] tegundum er mikilvægt að þekkja muninn. Hann hefur tiltögulega stærri augu en aðrar tegundir makríls, hann hefur langan búk og oddmjótt höfuð. Hann getur náð allt upp í 64 sm þó algengasta lengdin sé rúmir 30 sm. Bakið á Spænska makrílnum er græn-blár með tilbrigðum af gulum og dökkum blettum meðfram hliðinni. Bakuggar og raufaruggar skiptast í tvennt þar sem fremri hlutinn er með harða geisla og sá aftari með mjúka geisla. Þeir eru venjulega með kviðugga með einum hörðum geisla og allt að fimm mjúkum, ýmist undir hálsinum eða á maganum. Hann er langlífur og hefur hámarksaldur makríls greinst 18 ár og þekkt er að makríll geti orðið meira en 66 sm langur. Spænski makrílinn verður kynþroska 2 – 3 ára aldri. Í lok fyrsta árs er Chub um 27-28 sm og er þyngdin þá 160-179 gr. Við níu ára aldur er meðallengd Spænska makrílsins um 40 sm og þyngdin um og yfir 600 gr. Stærsti lífræðilegi munur á Spænska makrílnum er að hann hefur þróað með sér sundmaga sem tengist við vélindað, sem hinar makríl tegundirnar skortir.



Lifnaðarhættir[edit]

Spænski makrílinn er uppsjávarfiskur og lifir helst upp við strendurnar, hann hefur hinsvegar verið veiddur allt uppí 400 metra frá landi. Hann heldur sér í svölum sjó og heldur sig í stórum torfum nálægt yfirborði. Hann getur einnig myndað torfu með The Pacific jack mackerel, Sardinops sagax sem er af sardínu ætt og Sarda chiliensis sem er einnig af sardínuætt. Hann kemur upp að ströndum í fæðuleit að sumarlagi þar sem vatnshiti er milli 11° og 14°C en hinsvegar á veturnar heldur hann sig á meira dýpi og fjær landi. Hann er svifæta og heldur sig þar sem áta og hitastig er hagstætt. Hann heldur sig norðan til á veturnar og hrygna í tiltögulega grunnum vötnu. Í suðurhvelinu eru sumar torfur sem fara eftir hrygningu niður landgrunnshalla til að komast í dýpra vatn og eyða restina af vetrinum þar. Hrygningar verða oftast í vatni sem er um 15-20°C. Þegar nóg til er af mat og umhverfið er hagstætt, getur hann kynþroska hryggnt daglega eða annan hvern dag og eru þær að ná 550.000-1.000.000 eggjum á tímabilinu.

Veiði[edit]

Spænski Makríll er yfirleitt veiddur að nóttu til og er hann þá laðaður í netið með ljósi, og þá með dragnót svokallaðri. Dragnót samanstendur af pokalaga belg úr neti og út frá honum liggja stórir vængir. Frá vængjunum liggja dragstrengir. Dragstrengirnir liggja utanum við fiskinn og smala honum í netið. Einnig er notast við reknet. Reknet flýtur frjálst þar sem baujur eru festar efst svo netið fljóti og þungi hafður að neðan þannig að netið haldist lóðrétt í sjónum. Botnvarpa er notuð og er það net sem er eins og poki sem látið er liggja í botninum og dregið svo eftir skipinu. Þegar áhveðið tog hefur náð á netið er það dregið inn. Hægt er að veiða Spænska makrílinn allan ársins hring en er mest veiddur frá júní til nóvember.

Capture of chub mackerel in tonnes from 1950 to 2009

Chub makríll er að finn í norðaustur kyrrahafsins, á bilinu frá suðausturhluta Alaska í Bandera Bay(Puerti Vallarta), Mexíkó þar með talið Gulf í Kaliforníu. Chub makríllinn er algengur frá Montere Bay, Kaliforníu í Cabo San Lucas og Baja Kaliforníu, en eru algengastar sunnan Point Conception í Kaliforn. Chub er að finna í norðvesturhluta Kyrrahafs og í suðaustur og norðaustur Kyrrahafi. Hún er útbreidd í Kyrrahafinu. Í Austur-kyrrahafi frá Alaska til flóa af Kaliforníu og mið-Mexíkó, þar á meðal Revillagigeda eyju. Einnig er hún að finna frá Panama til suðurhluta Chile, þar á meðal Cocos, Malpelo og Galapagos eyjaklasanum. Eins og myndir sýnir þá er rautt svæði þar sem mest finnst af Chub og því meir sem svæði lýsist minnkar af stofninum. Í austur Kyrrahafinu tilkynnti FAO um landaða afla frá árunum 1973-2005 sem var sveiflandi frá 150,000-950,000 milljón tonna á ári. Þótt þessar upplýsingar um löndu hafi sveiflast mikið frá árunum 1995-2005, hafa þær upplýsingar sýnt augljósa aukningu. Í Chile, Perú og Ekvador hafa tölfræðilega landanir yfir síðustu 10 ár sveiflast allt frá 400,000 og 835,000 mt, með vaxandi tilhneigingu í tilkynningum um afla stöðu löndunar. Það er ekki markmið hjá Síle að veiða þessa tegund en að meðaltali er árleg veiði þar um 200,000mt en Chub er einungis veiddur þar ef hann slyst með annarri veiði. Almennt er engin vel þróaðar veiðar fyrir Chub og makríl í Síle. Chub er meira veidd í Perú en afli löndunar hefur sveiflast þar. Á milli 1985 – 2008 var mesta löndunin 390,000mt árið 2002. Í norðaustur Kyrrahafi hefur stofninn sem nær norðan Ounta Abreojos, Baja Kaliforniu norður til suðausturhluta Alaska sýnt að hryggningarsofninn var á tímabili 1940-1977 frekar lár, en síðan jókst hann í lok 1970 og náði hámarki 662,372 mt árið 1982. Síðan 1982 hefur hrygningarstofninn minnkað og árið 2007 var hann kominn í 86,777mt. Ráðlagður kvóti fyrir Bandaríkinn árið 2007-2008 var 361% hærri en 2006-2007. Byggt á mati í norðvestur Kyrrahafi af þessari tegund í Japan og Tsushima Current á milli 1995-2008, hafði hrygningastofninn náð hámarki árið 1979 í 1,400,000mt, og var kominn niður fyrir 38,000mt árið 2002. Stofninn hélt sér í því og var stöðugur þangað til árið 2004 þegar löndunin jókt í 300,000 mt og minnkað rólega eftir það. Stofninn hefur aukist á síðustu 10 – 12 árum og er það líklega vegna nýlegra umhverfis breytinga og fækkun skipa. Á línuriti hér hægramegin má sjá heildar löndun á Chub makríl frá árunum 1950 til 2010