Jump to content

User:Skolastrakur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kyrrahafs sandsíli

Kyrrahafs Sandsíli
Scientific classification
Kingdom:
Animalia
Phylum:
Chordata
Class:
Actinopterygii
Order:
Perciformes
Family:
Ammodytidae
Genus:
Ammodytes
Species:
Personatus

Kyrrahafs sandsíli (fræðiheiti: Ammodytes personatus) er uppsjávarfiskur sem finnst við strendur Japans, flokkast undir ættbálkinn borrar (perciformes), ættina sandsílaætt (ammodytidae) og er tegundin personatus. Ekki hefur fundist neitt Íslenkst nafn á þessu sandsíli en ef það er þýtt beint úr ensku þar sem það ber nafnið Pacific sandlance væri það Kyrrahafs sandsíli, í Japan er þessi fiskur kallaður Japönsk sandsíli.

Heimskort af heimkynnum Kyrrahafs Sandsíli

Almennt um sandsíli

Sandsíli eru gríðarlega mikilvæg fyrir vistkerfið þar sem að sem að þau eru fæða margra fiska í sjónum og á landi, til dæmis eru sandsíli gríðarlega mikilvæg fyrir lundann í Vestmannaeyjum þar sem að sandsílin eru ein helsta fæða pysjunnar. Sandsíli sem þessi finnast á grunnsævi sand-, malar- og skeljabotna, þar sem þau halda sig mestan hluta vetrar grafin í botninn til að forðast afræningja. Leita svo upp úr botninum á vorin og sumrin og hefja þar fæðuleit og safnast þá saman í miklar torfur. Fæða sandsíla eru dýrasvif Er það því alveg greinilegt að þessi sandsíli eru gríðarlega mikilvæg fyrir vistkerfið þótt svo að þetta sé ekki mikill nytjafiskur á Íslandi (Hörður Sævalds og Hreiðar Þór Valtýsson. 2017). Kyrrahafs sandsílin í norður Kyrrahafinu frá ströndum Japans til suður Kaliforníu. Sílin eru mikilvæg á Japans mörkuðum sem mat fiskur, ferskur eða þurkkaður, en að mestu notaður til bræðslu fyrir mjöl og lýsi til Evrópu. Kyrrahafs sandsílin eru stuttir fiskar með engar tennur og kviðugga, eyruggar eru framarlega og raufaruggar liggja alveg frá sporði og að rauf á fisknum. Sílin er oftast um 10 cm að lengd en geta náð um 15 cm að lengd. Hrygning á sér stað í  nóvember og verða eggin botnlæg og er það svo í byrjun apríl sem klakning hefst og fara seiðin á botninn að klakningu lokinni (FAO. 2020).  Í Kyrrahafinu eru sandsílin mikilvæg í vistkerfinu þar sem að þau eru mikilvæg fæða kóngalaxins og margra sjófugla þar. Hefur það því keðjuverkandi áhrif ef að stofn Kyrrahafs sandsíla á í erfiðleikum þá er minni fæða fyrir til dæmis kóngalaxinn. Er það þá alveg ljós að þessi sandsíli eru gríðarlega mikilvæg þegar kemur að vistkerfi náttúrunnar (The SeaDoc Society. 2018).

Veiðar á Kyrrahafs sandsíli

Heildarafli Kyrrahafs sandsílis frá upphafi

Heildarafli veiddur af Kyrrhafs sandsíli frá því að menn fóru að skrá niður veiddan afla er 9.204.468 tonn. Er það ekki gríðarlega mikið magn ef að við horfum á svipaðan fisk, t.d. loðnuna þá er heildarafli frá upphafi 74.023.570 tonn. Sést því að þessi Kyrrahafs sandsíli eru ekki veidd í miklu magni miðað við aðrar tegundir. Sandsílin eru einungis veidd á í norðvestur Kyrrahafinu og eru það bara 5 þjóðir sem veiða þennan fisk, en eru það Japanir sem hafa veitt hann lang mest af öllum í gegnum tíðina en hafa kínverjar verið að auka veiðar á þessari tegund eftir árið 2002. Fram að þeim tíma höfðu það einungis verið Japanir sem veiddu þessa tegund. Sést hérna fyrir neðan hvernig veiðar hafa skipts á milli þjóða frá upphafi veiða á fisknum, þótt svo að sandsílin hafi eflaust verið veidd áður en talningar hófust á veiddum afla. Á myndinni hér til hliðar sjáum við svo hvernig að veiðar hafa verið frá upphafi talninga ef við horfum til heildar afla (FAO. 2020).

Heimsafli á Kyrrahafs sandsíli séð eftir lönudum

Veiðiaðferðir

Ise bay er flói sunnarlega í Japan þar sem að mikið er um veiðar á Kyrrhafs sandsíli þar sem að sílinn koma þar inn til hrygningar. Aðferðir við þessar veiðar er að nota botnvörpu sem er á milli tveggja skipa  sem draga á eftir sér trollið eftir að búið er að staðsetja torfu af sandsílunum á botninum. Tog hraði við þessar veiðar eru um 1.5 hnútar er það svo einn bátur sem siglir á undan þessum tveimur skipum sem toga trollið og fylgist með hvar sílin eru með því að nota bergmálsmælingar og beinir þá skipunum með trollið á sílin sem liggja grafin í botninn. Er svo dælt upp úr pokanum um borð í skipið sem siglir á undan á meðan verið er að toga og það siglir með aflann beint á markað. Þar er honum komið beint ferskur á markaði í Japan og seldur ferskur. Fiskur sem er stærri en 5 cm er settur beint í kæltanka um borð í skipinu en þeir sem eru undir 5 cm eru settir í tunnur og raðað um borð í skipinu. Um 90% af aflanum sem kallast shirasu sem er 3-5 cm síli, veidd í mars og apríl er selt til manneldis en stærri fiskur en það er svo frystur og seldur til bræðslu í Evrópu, fyrir mjöl og lýsi fyrir fiskeldi (M. Tomiyama, T. Komastu, M. Makino. e.d.)

Heimildaskrá

Hörður Sævaldsson og Hreiðar Þór Valtýsson. (ritstjórar). (2017). Íslenskur sjávarútvegur – Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði. Nytjafiskar við Ísland. Akureyri.

Food and Agriculture Organization of the United Nations. (2020). Species Fact Sheets. Ammodytes personatus. Sótt af http://www.fao.org/fishery/species/3261/en

Food and Agriculture Organization of the United Nations. (2020). Gögn um veiddan afla eftir tegundum, fengið úr excel skjali frá kennara.

The SeaDoc Society. People and science healing the sea. (2018). Where do pacific sand lance live and why does it matter ?. Sótt af https://www.seadocsociety.org/blog/where-do-pacific-sand-lance-live-and-why-does-it-matter

M. Tomiyama, T. Komastu, M. Makino. (e.d.) Sandeel fisheries goverance in Ise Bay, Japan. Sótt af http://www.fao.org/3/a1497e/a1497e18.pdf


Category:Fish Category:Sandlance